Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 13.10. 2007

Fundur í stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga 13. okt. 2007.

Mættir eru: Björn Aðalsteinsson, Sævar Sigbjarnarson, Magnús Stefánsson, Ólafur Eggertsson, Ólafur B. Valgeirsson, Sigmar Ingason.


Formaður setti fund, bauð menn velkomna og kynnti dagskrá:

1. Viðtöl við umsækjendur um stöðu forstöðumanns Héraðsskjalasafnsins.
2. Önnur mál.

1. mál:
Lögð var lokahönd á orðalag 13 spurninga er leggja skal fyrir hvern og einn ásamt því að þeim gefst kostur á að koma að sínum áherslum.
Kl. 13.00 kom fyrsti umsækjandinn og að hálfum þriðja klukkutíma liðnum höfðu þau öll fimm sem sóttu um starfið heimsótt fundinn.

Þau svöruðu greiðlega spurningum sem formaður bar upp, en stjórnarmenn nóteruðu hjá sér þau atriði sem þeim þóttu skipta máli.
Stjórnin ræddi um og bar saman þessar fimm persónur og taldi vanda sinn ekki síst fólginn í hve vænlegir umsækjendur eru.

Samþykkt var að freista þess að ná niðurstöðu nú. Byrjað var á að kjósa þá tvo hæfustu leynilegri kosningu og í framhaldi þess einn.
Stóð þá Hrafnkell Lárusson efstur með fjögur atkvæði en Magnús Helgason næstur með eitt atkvæði.
Stjórn Héraðsskjalasafnsins samþykkir því að ráða Hrafnkel Lárusson forstöðumann safnsins.

Formanni falið að senda öllum umsækjendum bréf og tilkynna niðurstöðuna. Formanni og varaformanni falið að kynna Hrafnkeli starfslýsingu og ræða við hann næstu skref er varða ráðningu hans.

2. önnur mál:
Engin önnur mál komu fram, utan hvað rætt var um fundartíma og verkefni næsta stjórnarfundar.

Uppkast að fundargerð lesið og samþykkt.
Fundi slitið.

Ólafur Eggertsson, fundarritari.