Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 3.5. 2007

Fundur í stjórn Héraðsskjalasafnsins haldinn 3. maí 2007 í húsnæði safnsins.

 Mættir voru: Björn, Sævar, Magnús, Ólafur S., Ólafur E. og Ólafur Valg. Sigmar boðaði forföll.

Stjórnarformaður, Björn, fór yfir ársreikning 2006 ásamt skýringum. KPMG hafði lokið endurskoðun og áritun sinni. Afskriftir fasteignarinnar voru nú reiknaðir vegna fimm síðustu ára. Afskriftir 2006 kr. 827.496 til gjalda, einnig vegna 2005, en síðustu þriggja ára sem er fært til lækkunar eigin fjár. Bent var á að lista þarf upp lausamuni Héraðsskjalasafnsins. Má reyndar vera að svo hafi þegar verið gert.
Tap á ársreikningi kr. 1.471.791.

Borist hefur bréf frá Minjasafni Austurlands dags. 4. apríl sl. um málefni Safnahússins. Stjórnin samþykkir eftirfarandi:

Tekið er heilshugar undir efni bréfsins og þá bókun sem lögð var fram á fundi stjórnar Minjasafnsins 29. mars 2007. Samþykkt að Magnús Stefánsson og til vara Sævar Sigbjarnarson verði okkar fulltrúar í nefndum vinnuhópi.

Sumaropnun safnsins verður sniðin að skertum vinnukrafti, kl. 12.00 – 17.00 í 3 mánuði sumarsins.

Heilsa forstöðumanns er ekki góð og að teknu tilliti til veikindaréttar hans var samþykkt að greiða full laun út ágúst 2007. Lokið starfssamningi við Guðgeir.

Bent á möguleika á sértekjum fyrir Héraðsskjalasafnið. Safnið mun taka þátt í sýningum á Klaustri um Sigfús Sigfússon.

Í ljósi umræðu á síðasta aðalfundi var rætt við forsvarsmann/menn Tölvusmiðjunnar. Ekki er raunhæft að ætla að gögn Héraðsskjalasafnsins hafi glatast, þau sem Tölvusmiðjan átti á annað borð að fá til sín. Við nánari skoðun þykir ekki raunhæft að ætla að lækka megi fastan kostnað safnsins vegna Tölvusmiðjunnar.

Móttekin var úrsögn Langanesbyggðar vegna Skeggjastaðahrepps úr Héraðsskjalasafninu dags. 14.11.2006. Samþykkt.

Þjóðháttadagar verða hér í húsinu nokkrum sinnum í sumar.
Starfsmenn hafi frjálsar hendur á útsöluverði tímarita o.þ.h. að teknu tilliti til öryggissjónarmiða safnsins. Minnt var á að heimasíða safnsins er orðin gömul.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Ólafur Eggertsson
Björn Aðalsteinsson
Magnús Stefánsson
Sævar Sigbjarnarson
Ólafur H. Sigurðsson
Ólafur Valgeirsson.