Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 16.5. 2006

Fundur í stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, haldinn í húsnæði safnsins 16. maí 2006.

Formaður, Björn Aðalsteinsson, setti fundinn og stjórnaði honum.

1. mál: Ársreikningur 2005
Hrafnkell A. Jónsson, forstöðumaður safnsins, skýrði reikninginn og gerði grein fyrir ástæðum þess að tap varð á rekstri safnsins – sem nam kr. 1.702.760. Greinargerð forstöðumanns lá fyrir ljósrituð og vísast til hennar. KPMG hefur endurskoðað reikninginn og fyrir lá skýrsla um endurskoðunina og reikninginn. Endurskoðandinn telur æskilegt að gerðar verði ákveðnar breytingar á reikningsskilum byggðasamlagsins. Vísast nánar til skýrslu endurskoðandans.
Stjórnarmenn ræddu reikninginn og sérstaklega tap ársins 2005. Magnús gerði að tillögu sinni að safnið taki lán í viðskiptabanka sínum vegna fjárhagsvandans í minnst tvö ár. Björn taldi lánið þurfa að vera til fjögurra til sex ára.
Eftirfarandi samþykkt var gerð:
Stjórnin samþykkir að heimila forstöðumanni að taka lán í KB-banka allt að kr. 2.000.000 – tvær milljónir – til fimm ára með tryggingu í framlögum sveitarfélaga.

Reikningurinn var samþykktur einróma og stjórnarmenn árituðu hann.

2. mál: Önnur mál
Samþykkt var að Björn Aðalsteinsson, Magnús Stefánsson og Hrafnkell Jónsson endurskoði samþykktir byggðasamlagsins og semji drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 og leggi fyrir næsta stjórnarfund.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.

Magnús Stefánsson
Björn Aðalsteinsson
Þórhallur Borgarsson
Ólafur Eggertsson
Bára Mjöll Jónsdóttir
Ólafur Valgeirsson
Hrafnkell A. Jónsson