Aðalfundur 27.10. 2005
Aðalfundur fulltrúaráðs Héraðsskjalasafns Austfirðinga haldinn í Félagslundi Reyðarfirði 27. október 2005.
Formaður stjórnar setti fundinn. Fundarstjóri var skipaður Smári Geirsson og fundarritari Magnús Stefánsson.
Mæting á fundinn er 91,66%
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar
2. Afgreiðsla ársreiknings
3. Afgreiðsla fjárhagsáætlunar
4. Kjör stjórnar og varastjórnar
5. Kjör tveggja fulltrúa í stjórn Bókasafns Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur
6. Kjör skoðunarmanna
7. Önnur mál
1. Skýrsla stjórnar
Forstöðumaður, Hrafnkell A. Jónsson, flutti skýrsluna sem lá fyrir í ljósriti og hafði verið send út til sveitarfélaganna. Vísast til hennar.
2. Afgreiðsla ársreiknings 2004
Forstöðumaður las reikninginn og skýrði hann. KPMG – Endurskoðun hf. gerði reikninginn. Rekstrartekjur voru kr. 13.685.626. Rekstrargjöld voru kr. 13.634.080. Rekstrarhagnaður fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld kr. 51.546. Tap ársins nam 26.184. Eignir námu samtals kr. 43.571.388.
Umræður urðu ekki um skýrslu stjórnar og ársreikning og var ársreikningur 2004 samþykktur samhljóða.
3. Afgreiðsla fjárhagsáætlunar
Forstöðumaður gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni og forsendum hennar. Gert er ráð fyrir að framlög sveitarfélaga verði kr. 12.170.000 sem er 0,5% lækkun heildarframlags. Laun og launatengd gjöld verða kr. 7.344.200. Tekjur umfram gjöld verða kr. 1.845.
Fjárhagsáætlunin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
4. Kjör stjórnar og varastjórnar
Aðalstjórn:
Björn Aðalsteinsson, Smári Geirsson, Magnús Stefánsson, Þórhallur Borgarsson og Bára Mjöll Jónsdóttir.
Varastjórn:
Ólafur Eggertsson
Ólafur Valgeirsson
5. Stjórn Bókasafns Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur.
Magnús Þorsteinsson, Arndís Þorvaldsdóttir.
Til vara: Bára Mjöll Jónsdóttir.
6. Skoðunarmenn:
Sigurjón Jónasson, Ómar Bogason.
7. Önnur mál
Hrafnkell A. Jónsson þakkaði fulltrúum sem ekki munu mæta á fleiri aðalfundi fulltrúaráðsins fyrir sitt gamla sveitarfélag. Nefndi hann sérstaklega Vilhjálm Hjálmarsson, Friðmar Gunnarsson og Jarþrúði Ólafsdóttur. Þau þökkuðu öll fyrir gott samstarf.
Þórhallur Borgarsson minnti á að heimasíða safnsins þyrfti endurbóta við.
Fundurinn samþykkti að KPMG sjái áfram um endurskoðun bókhalds.
Nýrri stjórn var falið að sjá um að heimasíðan yrði endurbætt.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið.
Smári Geirsson [sign]
Magnús Stefánsson fundarritari [sign]