Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 30.8. 2005

Fundur í stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga haldinn í húsnæði safnsins að Laufskógum 1 Egilsstöðum 30. ágúst 2005.

Smári Geirsson var í símasambandi við fundinn.

1. mál – Stjórn skiptir með sér verkum
Aldursforseti stjórnar, Magnús Stefánsson, setti fundinn og óskaði eftir tillögum að verkaskiptingu stjórnar. Jarþrúður Ólafsdóttir lagði til að verkaskipting yrði óbreytt frá fyrra ári. Var tillagan samþykkt samhljóða.
Formaður: Björn Aðalsteinsson
Varaformaður: Smári Geirsson
Ritari: Magnús Stefánsson
Nýkjörinn formaður tók við fundarstjórn.

2. mál – Ársreikningur 2004
Hrafnkell A. Jónsson, forstöðumaður safnsins, lagði reikninginn fram og skýrði hann.
Reikningurinn var samþykktur samhljóða og fundarmenn árituðu hann.

3. mál – Ársskýrsla 2004
Forstöðumaður lagði skýrsluna fram og var hún samþykkt samhljóða.

4. mál – Fjárhagsáætlun 2006
Forstöðumaður lagði áætlunina fram. Björn Aðalsteinsson hafði einnig unnið að henni. Framlög sveitarfélaga eru áætluð kr. 12.170.000 sem er um 0,5% lækkun á heildarframlagi síðasta árs en um 7% á rekstrarframlagi 2005. Laun og launatengd gjöld eru áætluð kr. 7.344.200, gjöld alls 13.442.215. Hagnaður verðir kr. 1.845.

5. mál – Breyting á stofnsamningi
Forstöðumaður lagði fram tillögur að breytingum sem hann hefur gert. Breytingarnar sem lagt er til gerðar verði eru í greinum 1, 4, 7, 10 og 15 auk inngangsorða samningsins. Smári Geirsson, Ólafur Eggertsson og Magnús Stefánsson lögðu til að 10 grein yrði ekki breytt en tillagan varðaði breytta skiptingu kostnaðar milli sveitarfélaga. Formaður lagði til að endurskoðun stofnsamningsins verði frestað til næsta árs. Samþykkt samhljóða.
 
6. Önnur mál
a) Forstöðumaður fór fram á að fá heimild til að framlengja yfirdráttarheimild að upphæð kr. 1.000.000 í KB-banka. Samþykkt samhljóða.
b) Upplýst var að Landsbanki Íslands veitti á árinu styrk að upphæð kr. 700.000 til áframhaldandi skráningar á myndasafni Austra. Forstöðumanni var falið að koma þakklæti á framfæri við stjórnendur bankans.
c) Formanni og forstöðumanni var falið að finna fundarstað og tíma fyrir aðalfund fulltrúaráðs safnsins.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið.

Björn Aðalsteinsson [sign]   Magnús Stefánsson [sign]
Þórhallur Borgarsson [sign]
Jarþrúður Ólafsdóttir [sign]   Ólafur Eggertsson [sign]
Ólafur Valgeirsson [sign]
Hrafnkell A. Jónsson [sign]

Smári Geirsson var í símasambandi við fundinn.