Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 24.2.2020

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 24. febrúar 2020

Fundurinn var símafundur og hófst hann kl. 16:30.
Mætt voru: Anna Margrét Birgisdóttir, Helgi Bragason, Þorbjörg Sandholt og Bára Stefánsdóttir.
Anna stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns
Bára lagði fram umsögn um reglugerðdrög frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Stjórn felur henni að vinna málið áfram til afgreiðslu á næsta stjórnarfundi sem verður haldinn áður en umsagnarfrestur rennur út 13. mars.

2. Sameining Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bréf frá undirbúningsstjórn lagt fram. Óskað er eftir upplýsingum um til hvaða ráðstafana þurfi að grípa vegna sameiningarinnar.
Hafin er vinna við að breyta stofnsamningi byggðasamlagsins. Báru falið að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta stjórnarfund.

3. Stofnsamningur byggðasamlagsins
Unnið er að endurskoðun stofnsamnings vegna sameiningar sveitarfélaga á starfssvæðinu. Aðalfundur Héraðsskjalasafnsins verður haldinn í nóvember og verða fyrirhugaðar breytingar kynntar sveitarfélögum fyrir þann tíma.

4. Söfn í sameinuðu sveitarfélagi
Starfshópur um íþrótta- og menningarmál óskar eftir tillögum um starfsemi og skipulag skjala-, minja- og listasafna í sameinuðu sveitarfélagi.
Báru falið að svara erindinu í samráði við stjórnarformann.

5. Reglur frá Þjóðskjalasafni til umsagnar
Bára hefur sent umsögn um drög að tveimur reglum: Reglur um meðferð, varðveislu og eyðingu á tölvupóstum afhendingarskyldra aðila. Reglur um tilkynningu og samþykkt á rafrænum gagnasöfnum og skilum afhendingarskyldra aðila. Aðildarsveitarfélögin fengu tilkynningu um reglurnar og voru hvött til að senda inn umsögn.

6. Önnur mál
Haustráðstefna Félags héraðsskjalavarða fyrir starfsfólk safnanna verður haldin á Austurlandi í október í samvinnu við Skjala- og myndasafn Norðfjarðar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:24.

Anna Margrét Birgisdóttir [sign.]
Helgi Bragason [sign.]
Þorbjörg Sandholt [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]