Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 15.6.2020

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 15. júní 2020

Fundurinn hófst kl. 15:45 í Safnahúsinu á Egilsstöðum.
Mætt voru: Anna Margrét Birgisdóttir, Helgi Bragason, Þorbjörg Sandholt, Bára Stefánsdóttir. Anna stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Ársreikningur og endurskoðunarskýrsla 2019
Endurskoðunarskýrsla lögð fram til kynningar og ársreikningur tekinn til síðari umræðu. Félagskjörnir skoðunarmenn hafa samþykkt reikninginn.
Ársreikningur 2019 undirritaður af stjórn og forstöðumanni.

2. Fjárhagsáætlun 2021
Áætlun gerir ráð fyrir 5,8 millj. kr. tapi (sama upphæð og reiknuð leiga í Safnahúsi).
Rekstrartekjur verði 36,9 millj. kr. og rekstrargjöld 42,8 millj. kr.
Rekstrarframlög aðildarsveitarfélaga verði 31 millj. kr. og hækki um 5% á milli ára.
Stjórn samþykkir að senda fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 til sveitarfélaganna.

3. Stofnsamningur byggðasamlagsins
Önnur umræða um breytingartillögur sem voru til skoðunar á stjórnarfundi 6. apríl sl.
Stjórn samþykkir að fyrirliggjandi breytingar á stofnsamningi verði sendar til sveitarfélaganna til
skoðunar og umræðu. Gert er ráð fyrir að stofnsamningurinn verði á dagskrá aðalfundar 2020.

4. Önnur mál

Sumarstarfsfólk: Tveir háskólanemar eru í sumarvinnu í Safnahúsi á vegum Fljótsdalshéraðs.
Þær sinna ýmsum verkefnum á Héraðsskjalasafninu en eru einnig á vakt á Bókasafni Héraðsbúa og hjá Minjasafni Austurlands.

Flugdrekasýning: Sýning eftir Guy Stewart verður opnuð í Safnahúsinu þjóðhátíðardaginn 17. júní.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið um kl. 17:30.

 

Anna Margrét Birgisdóttir [sign.]
Helgi Bragason [sign.]
Þorbjörg Sandholt [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]