Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 17.12.2020

Stjórnarfundur hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga bs. 17. desember 2020

Fundurinn hófst klukkan 16:00 og var haldinn í gegnum fjarfundabúnað í samræmi við heimild í stofnsamningi byggðasamlagsins.

Fjögurra manna stjórn var kosin á aðalfundi 11. desember í samræmi við breyttan stofnsamning:
Fljótsdalshreppur: Gunnþórunn Ingólfsdóttir aðalamaður, Helgi Gíslason varamaður.
Múlaþing: Helgi H. Bragason aðalmaður, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir varamaður.
Vopnafjarðarhreppur: Bjartur Aðalbjörnsson aðalmaður, Sara Elísabet Svansdóttir varamaður.
Fjarðabyggð: Anna Margrét Birgisdóttir aðalmaður, Magni Þór Harðarson varamaður.

Aldursforseti, Gunnþórunn Ingólfsdóttir, setti fundinn og Báru var falið að rita fundargerð.

Dagskrá:

1. Verkaskipting stjórnar

Gunnþórunn lagði til að Anna Margrét verði áfram formaður og var það samþykkt. Helgi var ekki á fundinum en var tilbúinn til að vera varamaður og var það samþykkt. Gunnþórunn og Bjartur verða meðstjórnendur. Eftir þennan lið á dagskrá tók Anna við fundarstjórn.

2. Næsti stjórnarfundur

Boðað verður til fundar á nýju ári eða þegar ný mál krefjast úrlausnar.

3. Önnur mál

Stofnsamningur sem var samþykktur á aðalfundinum hefur verið sendur til sveitarstjórnar-ráðuneytis til skoðunar. Ef ráðuneytið gerir athugasemdir við samningstextann mun formaður boða til stjórnarfundar. Ef engar athugasemdir koma fram mun Bára senda stofnsamninginn til aðildarsveitarfélaganna til samþykktar og undirritunar.

Stjórn þakkar fráfarandi stjórnarmanni, Þorbjörgu Sandholt á Djúpavogi, fyrir samstarfið og býður nýja meðstjórnendur velkomna til starf.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:28.

Anna Margrét Birgisdóttir [sign.]
Bjartur Aðalbjörnsson [sign.]
Gunnþórunn Ingólfsdóttir [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]