Skip to main content

admin

Safnanótt á laugardagskvöldið

Safnanótt var haldin í safnahúsinu á laugardagskvöldið, en þessi viðburður var liður í yfirstandandi Ormsteiti. Um 50 manns sóttu safnið heim af þessu tilefni og hlýddu gestir á tvíþætta dagskrá. Fyrri hlutinn hverfðist um ást og tilhugalíf á ýmsum tímum og var sá hluti sýningarinnar fluttur af Elfu Hlín Pétursdóttur, Arndísi Þorvaldsdóttur, Guðrúnu Gunnarsdóttur og Hrafnkeli Lárussyni. Í síðari hluta dagskrárinnar sýndi Arndís myndir frá söng- og leiklistarskemmtunum Héraðsbúa á síðari hluta 20. aldar. Góð stemming skapaðist meðal viðstaddra og urðu nokkrar umræður um efni sumra myndanna.