Skip to main content

admin

Steinsvaka

Sunnudagskvöldið 12. október sl. stóð héraðsskjalasafnið að dagskrá um ævi og kveðskap ljóðskáldsins Steins Steinarr, en þann 13. október voru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Dagskráin nefndist "Steinn yfir Steini" og byggðist að miklu leyti upp á ljóðum Steins en þó var einnig stiklað á stóru í lífshlaupi hans og sagðar af honum sögur. Hrafnkell Lárusson hafði með höndum skipulagningu kvöldsins. Hann naut við það góðrar aðstoðar annarra starfsmanna safnahússins. Við flutning dagskrárinnar fékk Hrafnkell sér til fulltingis jökuldælsku skáldkonuna og kennarann Ingunni Snædal. Aðstandendur voru ánægðir með hvernig til tókst og einnig var aðsóknin með ágætum en hátt í 30 manns mættu.