Skip to main content

admin

Fæðingarafmæli stórskálds

Næstkomandi mánudag, 13. október, eru 100 ár liðin frá fæðingu Aðalsteins Kristmundssonar, sem síðar varð landsþekktur undir skáldanafninu Steinn Steinarr. Af þessu tilefni verður hans minnst með ýmsum hætti víða um land. Steinn var eitt áhrifamesta ljóðskáld landsmanna á 20. öld og hafa mörg ljóða hans greipst í huga landsmanna. Héraðsskjalasafn Austfirðinga leggur sitt af mörkum á þessum tímamótum, en næstkomandi sunnudagskvöld (12. okt.) verður Steins minnst með dagskrá í safnahúsinu. Þar verður sagt frá ævi og ferli skáldsins og flutt verða ljóð eftir hann.