Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 30.11. 2012

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 30. nóvember 2012

Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu á Egilsstöðum og hófst hann kl. 10:10.
Fundargerð ritaði Hrafnkell Lárusson.

Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Pétur Sörensson og Hrafnkell Lárusson.

Formaður stjórnar, Ólafur Valgeirsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


Dagskrá:

1. Auglýsing á starfi forstöðumanns og vinnuferli vegna ráðningar
Rætt um vinnulag við ráðningu.

Farið var yfir texta auglýsingar og gerðar breytingar á fyrirliggjandi drögum. Auk birtingar á vefsíðu safnsins munu auglýsingar birtast í Dagskránni, Austurglugganum og Morgunblaðinu.

Samþykkt að leita álits löglærðs aðila á orðalagi auglýsingar.

2. Önnur mál
Rætt var um smávægilegar breytingar á starfslýsingu forstöðumanns.
Forstöðumanni falið að vinna tillögu að breytingum fyrir næsta stjórnarfund. 


Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 11:40.

Ólafur B. Valgeirsson [sign]
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Pétur Sörensson [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]