Bókavaka Safnahússins
Árleg Bókavaka Safnahússins verður haldin fimmtudaginn 29. nóvember og hefst hún kl. 17:00. Að venju verður áherslan á austfirska útgáfu og bækur eftir höfundar sem búsettir eru í fjórðungnum. Eftirtaldir höfundar munu lesa úr verkum sínum: Steinunn Kristjánsdóttir (Sagan af klaustrinu á Skriðu), Vilhjálmur Hjálmarsson (Glettur og gamanmál), Unnur Birna Karlsdóttir (Það kemur alltaf nýr dagur), Helgi Hallgrímsson (Leiðarljós. Minningarrit um Laufeyju Ólafsdóttur) og Sigrún Björgvinsdóttir (Handan við ljóshraðann).