Skip to main content

admin

Námskeið um skjalastjórn og skjalavörslu

Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Þjóðskjalasafn Íslands standa fyrir dagsnámskeiði um skjalastjórn og skjalavörslu föstudaginn 1. apríl. Námskeiðið er ætlað starfsfólki sveitarfélaga og ríkisstofanana á Austurlandi.

Námskeiðið verður haldið á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Dagskráin hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 15:30.

Fjallað verður um eftirfarandi efni:

  • Lagaumhverfi opinberrar skjalastjórnar og skjalavörslu
  • Skráning mála, málalyklar og málasafn
  • Grisjun skjala
  • Rafræn skjalavarsla
  • Skjalavistunaráætlun
  • Frágangur, skráning og afhending pappírsskjala

Kennarar á námskeiðinu verða: Njörður Sigurðsson og Árni Jóhannsson frá Þjóðskjalasafni Íslands og Bára Stefánsdóttir frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga.

Verð kr. 18.700 (innifalið: kaffiveitingar og hádegisverður)

Þátttakendur skrái sig fyrir 15. mars á netfanginu: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Nánari upplýsingar hjá Báru í síma: 471 1417.