Skip to main content

admin

Verkefnastyrkur til skönnunar- og miðlunar á hreppsbókum

Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Skjala- og myndasafn Norðfjarðar hafa fengið 3 milljónir í styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands til verkefnisins: Stafræn afritun á hreppsbókum af Austurlandi.

Alls bárust 19 umsóknir frá 15 héraðsskjalasöfnum og styrkumsóknir námu samtals 30 milljónum. Verkefnastyrkjunum var úthlutað af Þjóðskjalasafni Íslands á grundvelli fjárlaga fyrir árið 2016.

Í dag eru átta sveitarfélög á Austurlandi en hreppar í Múlasýslum voru áður 28 (tveir þeirra stofnaðir eftir 1940). Ætlunin er að afrita bækur 26 hreppa sem ná allt frá árinu 1786 til um 1930 en gera má ráð fyrir að verkið taki 5 mannár þar sem bækurnar eru um 340 talsins. Á árinu 2016 hefst verkefnið með afritun á skjalabókum frá völdum hreppum. Myndum af skjölunum verður miðlað á vef.