Skip to main content

admin

Vel sótt skjalanámskeið

Dagsnámskeið Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Þjóðskjalasafns Íslands um skjalastjórn og skjalavörslu var vel sótt en 31 starfsmaður sveitarfélaga og ríkis á Austurlandi sat námskeiðið.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Þjóðskjalasafn Íslands stóðu fyrir námskeiði um skjalavörslu og skjalastjórn opinberra aðila á Egilsstöðum föstudaginn 1. apríl. Farið var yfir lagaumhverfi opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar, skráningu mála og málalykil, skjalavistunaráætlun, grisjun, rafræna skjalavörslu og frágang og skráningu á pappírsskjölum. Kennarar á námsmkeiðinu voru: Njörður Sigurðsson og Árni Jóhannsson frá Þjóðskjalasafni Íslands og Bára Stefánsdóttir frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga.

skjalanamskeid web largeskjalanamskeid bara webskjalanamskeid arni web