Skip to main content

admin

Opið hús og afmælisfagnaður

40 ár frá stofnun Héraðsskjalasafns, Bókasafn Héraðsbúa 60 ára og 20 ár síðan Safnahúsið var opnað.

Um 100 manns lögðu leið sína í Safnahúsið á sumardaginn fyrsta 21. apríl en þá stóðu söfnin þrjú fyrir afmælisfagnaði og opnu húsi. Tilefni hátíðahaldanna var að árið 2016 voru 60 ár liðin frá stofnun Bókasafns Hérðsbúa, 40 ár frá stofnun Héraðsskjalasafns Austfirðinga og 20 ár frá því að Safnahúsið var formlega opnað. Flutt voru ávörp, stúlknakórinn Liljurnar tóku lagið og gestum var boðið að þiggja veitingar, skoða sýningar og kynna sér starfsemi safnanna.

Kristrún Jónsdóttir (Dúrra), sem starfaði á Bókasafninu um árabil, sagði frá flutningum milli húsa í bænum og bókum sem alltaf týndust. Steinunn Kristjánsdóttir, fyrsti safnstjóri Minjasafnsins, lýsti flutningi safngripa úr geymslum í ný húsakynni í Safnahúsinu og starfseminni fyrstu árin. Þá sagði Arndís Þorvaldsdóttir skemmtilegar sögur úr starfi Héraðsskjalasafnsins.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1976-2016 - Ágrip af 40 ára sögu - grein eftir Hrafnkel Lárusson