Skip to main content

admin

Styrkur til að afrita hljóð- og myndefni

Héraðsskjalasafnið hefur fengið 1 millj. kr. í styrk frá Alcoa Fjarðaáli til að afrita gamalt hljóð- og myndefni um héraðs- og menningarsögu Austurlands yfir á stafrænt form.

Héraðsskjalasafnið fékk hæsta styrkinn að þessu sinni. Úthlutað var um 6,5 milljónum króna til samfélagsverkefna á Austurlandi en alls bárust rúmlega sjötíu umsóknir. Efnið sem verður afritað af böndum, spólum eða snældum yfir á stafrænt form verður aðgengilegra en verið hefur enda um margar merkilegar heimildir að ræða.