Skip to main content

admin

Handrit frá Rögnvaldi Erlingssyni

Leikfélag Fljótsdalshéraðs hélt upp á 50 ára afmæli sitt í nóvember. Við það tækifæri fékk héraðsskjalasafnið afhent handrit að leikritinu Sunnefa og sonur ráðsmannsins.

Rögnvaldur ErlingssonLeikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýndi leikritið Sunnefa og sonur ráðsmannsins árið 1979 eftir handriti Rögnvaldar Erlingssonar (1917-1998) sem var bóndi á Víðivöllum ytri í Fljótsdal. Magnhildur Björnsdóttir skjalavörður og tengdadóttir Rögnvaldar tók við skjölunum fyrir hönd Héraðsskjalasafnsins.

Fyrsta formlega sýning Leikfélags Fljótsdalshéraðs var Upp til selja árið 1966. Félagið var stofnað í kjölfar þess að áhugafólk sýndi Skugga-Svein við opnun félagsheimilisins Valaskjálfar 17. júní það sama ár. Héraðsskjalasafnið varðveitir leikskrár og ljósmyndir frá starfsemi leikfélagsins gegnum árin. Kristrún Jónsdóttir, Dúrra, og Arndís Þorvaldsdóttir, starfsmaður safnsins til margra ára, hafa lagt mikla vinnu í að flokka og skrá ljósmyndirnar og voru valdar myndir birtar á sögusýningu í Sláturhúsinu.