Vel heppnuð myndasýning
Í gærkvöld (3. október) stóð Héraðsskjalasafnið fyrir myndasýningu á Breiðdalsvík. Sýningin var liður í sýningaröðinni Austfirsk menning í ljósmyndum og kvikmyndum sem Menningarráð Austurlands styrkti við úthlutun síðastliðinn vetur. 45 gestir mættu á sýninguna sem haldin var í Kaupfjelaginu og virtust gestir ánægðir með sýninguna. Framundan í næstu viku eru samsvarandi sýningar á Borgarfirði og í Fljótsdal.