Sýningar á Borgarfirði og í Fljótsdal
Nú í vikunni héldu sýningaferðir Héraðsskjalasafnsins áfram, en undir yfirskriftinni Austfirsk menning í ljósmyndum og kvikmyndum hafa þrjú sveitarfélög verið heimsótt nú í haust með sérsniðnar ljósmynda- og kvikmyndasýningar. Í þessari viku voru sýningar í Fjarðarborg á Borgarfirði og í Végarði í Fljótsdal. Um 30 manns mættu á hvora sýningu. Safnið fékk í þessum ferðum, eins og jafnan áður, mikilsverðar upplýsingar um myndir úr safni sínu. Er óhætt að segja að þessi sýningaferð sé (eins og samsvarandi ferð í fyrrahaust) afar vel heppnuð og á Menningarráð Austurlands þakkir skyldar fyrir stuðninginn.