Skip to main content

admin

Starf forstöðumanns Héraðsskjalasafns Austfirðinga er laust til umsóknar

Um er að ræða fullt starf. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og lipur í mannlegum samskiptum. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í námsgrein sem nýtist starfsemi safnsins og staðgóða þekkingu á starfssviði þess. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af safnastarfi og fjármálastjórn. Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er sjálfstæð skjalavörslustofnun í eigu sveitarfélaganna í Múlasýslum. Meginhlutverk safnsins er að safna, varðveita og skrá skjöl aðildarsveitarfélaganna og annarra afhendingarskyldra aðila á starfssvæði safnsins. Nánar um hlutverk og starfsemi Héraðsskjalasafnsins vísast til laga um Þjóðskjalasafn (nr. 66/1985) og reglugerðar um héraðsskjalasöfn (nr. 283/1994). Frekari upplýsingar um Héraðsskjalasafn Austfirðinga má finna á vefsíðu safnsins www.heraust.is

Forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga leiðir starfsemi safnsins og annast daglegan rekstur þess samkvæmt starfslýsingu. Forstöðumaður undirbýr starfs- og fjárhagsáætlun með stjórn safnsins, hefur umsjón með sérverkefnum og ræður starfsmenn. 
• Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga ræður í starf forstöðumanns. Miðað er við að viðkomandi hefji störf í byrjun febrúar 2013. 
• Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Huggarðs, Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga. 
• Nánari upplýsingar um starfið og launakjör veita Ólafur B. Valgeirsson, stjórnarformaður Héraðsskjalasafnsins (s. 898 1439 / nf.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) og Hrafnkell Lárusson, forstöðumaður (s. 861 9077). 
• Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsferil og meðmælendur sendist Héraðsskjalasafni Austfirðinga, Laufskógum 1, 700 Egilsstaðir. Skal umslagið merkt „Starfsumsókn“. Umsóknir sem sendar eru í tölvupósti skal senda á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  
• Umsóknarfrestur er til 21. janúar 2013. 
• Stjórn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga