Aðgengismál Safnahússins
Aðgengismál Safnahússins og staða framkvæmda við það hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Fór sú umfjöllun af stað eftir að forstöðumenn safnanna í Safnahúsinu sendu sameiginlegt bréf til nokkurra góðgerðarfélaga á Héraði þar sem leitað er liðsinnis þeirra við að safna fé til framkvæmda við húsið, sem mættu verða til að leysa aðgengismál Bókasafns Héraðsbúa.
Hér verður vísað á þær fréttir og umfjallanir sem birst hafa um þetta mál.
Í Austurglugganum birtist þann 10. september sl. grein eftir Hrafnkel Lárusson, forstöðumann Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Greinin ber heitið Hve langur tími þarf að líða? Hún er nú aðgengilega hér á heimasíðunni undir flokknum"Pistlar". Í Austurglugganum sem kom út þann 17. september birtist svo fréttaviðtal þar sem ritstjóri blaðsins fær viðbrögð Stefáns Boga Sveinssonar, forseta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, við greininni og þess sem þar kemur fram.
Í netmiðlinum Austurfrétt hafa birst tvær fréttir um málið. Sú fyrri birtist 31. ágúst (http://www.austurglugginn.is/index.php/Frettir/Frettir/Engin_lyfta_i_Safnahusinu_Folk_saekir_ekki_bokasafnid_thvi_thad_kemst_ekki_upp_stigann) og sú síðari 10. september (http://www.austurglugginn.is/index.php/Frettir/Frettir/Sofnin_bidla_til_godgerdarfelaga_um_studning_vid_ad_koma_upp_lyftu).
Í kvölfréttatíma Ríkisútvarpsins sl. laugardag, 15. september, birtist svo frétt um þetta sama mál (http://www.ruv.is/sarpurinn/kvoldfrettir/15092012-0). Fréttin er í seinni hluta fréttatímans (mín. 10:10-11:48). Hana má líka lesa á heimasíðu RÚV (http://www.ruv.is/frett/vonlitlir-um-adgerdir-baejarstjornar).