Skip to main content

admin

Hollvinasamtök Þjóðskjalasafns Íslands

Hollvinasamtök Þjóðskjalasafns Íslands voru formlega stofnuð á hátíðarfundi Þjóðskjalasafnsins sem haldinn var 4. apríl sl. í tilefni af 140 ára afmæli safnsins.

Í lögum samtakanna segir að þau eigi;

• að vera vettvangur fyrir sjálfboðaliðastörf í tengslum við verkefni safnsins
• að styðja við verkefni á vegum safnsins, m.a. söfnun skjala frá einkaaðilum
• að stuðla að úrbótum í varðveislu skjala með bættum húsakosti og búnaði
• að bæta aðgengi almennings að safnkosti á lestrarsal og með fjarmiðlun
• að hvetja til rannsókna og samstarfs við aðrar stofnanir, fyrirtæki og háskóla
• að hafa gott samband við önnur skjalasöfn og hliðstæð samtök

Megintilgangur samtakanna er að kynna starfsemi Þjóðskjalasafnsins, treysta tengsl almennings við safnið og auka skilning á mikilvægi varðveislu heimilda um stjórnskipan, stjórnsýslu, borgaraleg réttindi og sögu íslensku þjóðarinnar.

Hollvinasamtökin eru opin öllum og munu í haust hefja starfsemi sína við að standa að upplýsandi viðburðum og fræðslu um málefni tengd safninu. Hægt er að skrá sig í Hollvinasamtökin með að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Stjórn Hollvinasamtakanna skipa; Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður, Guðjón Friðriksson varaformaður, Jóhanna Gunnlaugsdóttir ritari, Magnús Karel Hannesson og Sigrún Magnúsdóttir meðstjórnendur. Varamenn eru Mörður Árnason og Ólöf Garðarsdóttir.