Skip to main content

admin

Menntskælingar í heimsókn

Nemendur í sögu við Menntaskólann á Egilsstöðum litu við á safninu í dag.

Undanfarin ár hefur verið leitast við að nemendur í grunnáfanga í sögu við ME komi í heimsókn og fái stutta kynningu á safninu og starfseminni hér.

Að þessu sinni voru það 19 nemendur sem létu sjá sig ásamt kennara sínum, Birni Gísla Erlingssyni. Fengu þau stutta fræðslu um starfsemi safnsins, skjalavörslu, ljósmyndasafn og bókasafn og skoðuðu síðan húsnæði safnsins og geymslur.

Héraðsskjalasafnið leggur áherslu á að reyna að þjóna nemendum, einkum á háskólastigi en þó einnig framhaldsskólanemum eftir þörfum. Meðal annars er boðið upp á aðstoð við leit að heimildum fyrir ritgerðaskrif og les- og vinnuaðstöðu fyrir þau sem vilja nýta sér hana.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Stefán Boga Sveinsson héraðsskjalavörð messa yfir hópnum.