Skip to main content

admin

Skyggnst til baka

Á þessari sumarsýningu sem birtist hér á heimasíðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga koma margir ljósmyndarar við sögu. Myndirnar eru teknar víðsvegar á Austurlandi á 25 ára tímabili, þ.e. frá 1986-2001 og veita innsýn í mannlíf og framkvæmdir. Skráningu mynda er lengi hægt að bæta og þiggjum við með þökkum frekari upplýsingar.

Flestar koma myndirnar á sýningunni úr ljósmyndasafni Vikublaðsins Austra, en nú er unnið í safninu að því að skanna filmusafn Austra. Það telur þúsundir mynda. Einnig höfum við leitað fanga í myndasöfnum Gunnsteins Stefánssonar frá Ekru og Huldu Jónsdóttur frá Freyshólum, en þau söfn eru varðveitt í Ljósmyndasafni Austurlands. Gunnsteinn tók töluvert af myndum í starfi sínu sem vatnamælingamaður. Hulda var áhugaljósmyndari og tók m.a. myndir af flestum kirkjum landsins. 

Arndís Þorvaldsdóttir