Skip to main content

admin

Nýjar skrár yfir einkaskjalasöfn

Fyrir nokkru voru settar hér inn á heimasíðu Héraðsskjalasafnsins nýjar uppfærslur af skrám yfir einkaskjalasöfn í vörslu safnsins. Líkt og áður er um að ræða tvær skrár. Þær er að finna undir flipanum Skjalasafnhér á síðunni, en sé hann opnaður gefur að líta í listanum vinstri megin á síðunni tengil sem nefnist Einkaskjalasöfn.

Önnur skráin inniheldur lista í stafrófsröð með nöfnum skjalamyndara en hin er mun viðameiri og inniheldur, auk nafna skjalamyndara, innihaldslýsingar og safntákn einstakra skjala. Í síðarnefndu skránni er ein færsla fyrir hverja skráningu og getur nafn sama skjalamyndara því komið oft fyrir. Er sú skrá mjög viðamikil, alls 837 síður.

Skrárnar eru unnar upp úr skjalaskrá Héraðsskjalasafnsins og á Guðgeir Ingvarsson heiðurinn af því að taka þær saman og gera hæfar til birtingar. Tjörvi Hrafnkelsson var Héraðsskjalasafnsinu svo innan handar við frágang á vef safnsins. 

Vert er að biðjast velvirðingar á stöku innsláttarvillum sem finna má í stóru skránni en þær verða lagfærðar áður en næsta uppfærsla kemur á vefinn.