Skip to main content

admin

Vefur Héraðsskjalasafnsins

Héraðsskjalasafn Austfirðinga hefur nú opnað heimasíðu. Tilgangurinn með heimasíðunni er að gefa sem flestum tækifæri til að leita upplýsinga hjá héraðsskjalasafninu. Héraðsskjalasafn Austfirðinga á að þjóna íbúum frá Lónsheiði í suðri að Gunnólfsvíkurfjalli í norðri, til að uppfylla skyldu safnsins við þá íbúa Austurlands sem búa fjarri safninu þá á heimasíðan að vera tæki til þess.

  Á síðunni er gestabók sem er æskilegt að verði vettvangur til skoðanaskifta og að þar leggi gestir inn upplýsingar sem yrði þá svarað á sama vettvangi. Allt er þetta í mótun og fer framhaldið nokkuð eftir þeim áhuga sem notendur sína. Mig langar til að ræða hér lítillega hlutverk skjalasafna. Þau hafa það lögboðna hlutverk að varðveita gögn úr stjórnsýslu m.a. til þess að auðvelda almenningi að gæta réttar síns gagnvart stjórnvöldum, þetta hlutverk hefur aukist með stjórnsýslulögum og skýrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu stjórnvalda. En skjalasöfnin eiga á sama hátt að vera tæki stjórnvalda til að gera stjórnsýsluna skilvirkari, m.a. með því að gagnaöflun geti verið aðgengilegri og auðveldari. Síðan gegna skjalasöfnin því hlutverki að varðveita sögu, og þessvegna eru einkaskjalasöfn stór þáttur í starfsemi skjalasafna. Bréfasöfn og dagbækur einstaklinga geyma sögu þeirra, og verða síðan hlekkur í því að móta sögu samfélagsins. Þriðji þátturinn í skjalasöfnunum eru söfn félagasamtaka af ýmsu tagi. Um aðgengi að þessum skjölum gilda strangar reglur sem eiga að tryggja að upplýsingar sem söfnin varðveita skaði ekki einstaklinga eða félagasmtök.
Hrafnkell A. Jónsson, héraðsskjalavörðu

  • Ritað .