Skip to main content

admin

Herskálarnir á Reyðarfirði

Grein um herskálana var birt á vefnum skjaladagur.is í tilefni af norrænum skjaladegi 14. nóvember 2020 en þema hans var hernumið land.

Norræni skjaladagurinn er haldinn í nóvember ár hvert. Yfirskrift Norræna skjaladagsins 2020 var: Hernumið land. Héraðsskjalasöfnin og Þjóðskjalasafn Íslands birta á vefnum skjaladagur.is brot af þeim gögnum sem varðveitt eru í söfnunum.

Þann 10. maí 1940 vöknuðu íbúar Reykjavíkur upp við að breskir hermenn yfirtóku bæinn og í framhaldinu voru settar upp herstöðvar víða um land. Í íslenskum skjalasöfnum eru ýmis gögn sem tengjast hernámsárunum. Allt frá opinberum skýrslum, kvörtunum, bréfum, frásögnum af slysförum, minningum og ljósmyndum.

Á stríðsárunum var Reyðarfjörður önnur aðalbækistöð hersins á Austurlandi en hin var Seyðisfjörður. Þann 1. júlí árið 1940 sigldi herflutningaskipið Andes inn fjörðinn og setti fjölmennt herlið í land á Búðareyri.

Hér má lesa grein Héraðsskjalasafns Austfirðinga á vefnum skjaladagur.is: Herskálarnir á Reyðarfirði.

reydarfjordurHermannaskálar og þorpið á Reyðarfirði um 1950-1960

 

  • Ritað .