Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 6.11.2014

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 6. nóvember 2014
Fundurinn var haldinn á Hótel Framtíð Djúpavogi og hófst hann kl. 13 með léttum hádegisverði.

Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Pétur Sörensson, Ragnhildur Indriðadóttir og Bára Stefánsdóttir. Ólafur stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá

1.    Undirbúningur aðalfundar 2014
Dagskrá aðalfundar rædd.
Ný stjórn var kosin á aðalfundi SSA – Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 20. september:
Fyrir Fljótsdalshérað, Fljótsdalshrepp og Borgarfjarðarhrepp: Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður, Þórður Mar Þorsteinsson til vara.
Fyrir Fjarðabyggð: Björn Hafþór Guðmundsson aðalmaður, Elvar Jónsson til vara.
Fyrir Djúpavogshrepp, Breiðdalshrepp, Seyðisfjarðarkaupstað og Vopnafjarðarhrepp: Ólafur B. Valgeirsson aðalmaður, Þorbjörg Sandholt til vara.
Björn Hafþór tekur sæti Péturs Sörenssonar í stjórn eftir aðalfundinn.

2.    Önnur mál
Engin önnur mál komu fram.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið um kl. 13:50.

Ólafur B. Valgeirsson [sign.]    
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign.]
Pétur Sörensson [sign.]     
Bára Stefánsdóttir [sign.]