Skip to main content

admin

Aðalfundur 6.11.2014

Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga árið 2014
Haldinn í Löngubúð á Djúpavogi fimmtudaginn 6. nóvember. Fundur hófst kl. 14:00.

Gauti Jóhannesson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Hann stakk upp á Kristjáni Ingimarssyni sem fundarstjóra og var sú tillaga samþykkt.
Báru Stefánsdóttur var falið að rita fundargerð.

Fulltrúar sveitarfélaga á fundinum voru:
Borgarfjarðarhreppur: enginn fulltrúi
Breiðdalshreppur: Gauti Jóhannesson (umboð)
Djúpavogshreppur: Gauti Jóhannesson
Fjarðabyggð: Björn Hafþór Guðmundsson
Fljótsdalshérað: Óðinn Gunnar Óðinsson
Fljótsdalshreppur: Gauti Jóhannesson (umboð)
Seyðisfjarðarkaupstaður: Hjalti Þór Bergsson
Vopnafjarðarhreppur: Sigríður Bragadóttir

Dagskrá:

1.    Skýrsla stjórnar
Formaður þakkaði góðar móttökur hjá heimamönnum á Djúpavogi. Fór yfir skýrslu um störf stjórnar milli aðalfunda árin 2013 og 2014. Á tímabilinu voru 7 stjórnarfundir, þar af 4 símafundir. Í stjórn voru einnig Pétur Sörensson og Ragnhildur Indriðadóttir. Pétur fer úr stjórn eftir fundinn og eru honum þökkuð góð störf. Björn Hafþór Guðmundsson kemur í stjórn að afloknum aðalfundi.

Ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins árið 2013
Bára Stefánsdóttir sagði frá reglubundinni starfsemi og sérverkefnum á árinu 2013. Hún minntist einnig á opnun ljósmyndavefs í maí 2014 og sýningu um austfirska kvenljósmyndara.

2.    Afgreiðsla ársreiknings 2013
Forstöðumaður fór yfir ársreikning ársins 2013 og greindi frá helstu liðum.
Rekstrartekjur voru 65,9 millj., þar af var söluhagnaður Safnahúss 38,4 millj.
Rekstrargjöld voru 26,4 millj.
Niðurstaða rekstrarreiknings fyrir árið 2013 er því rekstrarafgangur uppá 39,5 millj. eða 1,1 millj. ef ekki er tekið tillit til söluhagnaðar Safnahúss.
Handbært fé í lok árs 2013 var 5,2 millj.

Ársreikningurinn borinn undir atkvæði. Samþykktur samhljóða.

3.    Afgreiðsla fjárhagsáætlunar 2015
Forstöðumaður fór yfir tölur og gerði grein fyrir forsendum fjárhagsáætlunarinnar.
Rekstrargjöld verði 25,2 millj.
Rekstrartekjur verði 21,9 millj., þar af nema rekstrarframlög aðildarsveitarfélaga 19,1 millj.
Héraðsskjalasafnið verði því rekið með 5,8 millj. halla á árinu 2015.

Rekstrarhallinn skýrist af kostnaði við afnot af safnahúsinu, hefur engin áhrif á fjárhagsstöðu safnsins og kallar ekki á útstreymi fjár.  Þetta er í samræmi við þann afnotasamning sem gerður var í tengslum við sölu á fasteigninni til Fljótsdalshéraðs. 

Fjárhagsáætlun var samþykkt samhljóða.

4.    Breytingar á stofnsamningi Héraðsskjalasafns.
Fundarstjóri kynnti breytingarnar sem eru tilkomnar vega nýrra laga um opinber skjalasöfn.
Nokkrar umræður urðu um hvaða breytingar nýju lögin fela í sér hvað varðar starfsemi safnsins sjálfs.

Tillögurnar voru samþykktar samhljóða.

5.    Kjör löggilts endurskoðanda
Stjórn leggur til að Magnús Jónsson hjá KPMG sjái áfram um endurskoðun á ársreikninga safnsins.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

6.    Kjör skoðunarmanna reikninga
Stjórn leggur til að Sigurjón Jónasson og Ómar Bogason verði endurkjörnir skoðunarmenn reikninga safnsins.
Varamenn verði: Adolf Guðmundsson Seyðisfirði og Sigurjón Bjarnason Egilsstöðum.

Samþykkt einróma.

7.    Önnur mál
Umræða um hvar næsti aðalfundur verði haldinn. Stungið var upp á Breiðdalsvík.
Óðinn Gunnar þakkaði forstöðumanni samstarfið.
Pétur Sörensson þakkaði stjórninni gott samstarf og eigendum fyrir að sýna skilning á mikilvægi starfsemi safnsins.

Fundarmenn þáðu kaffiveitingar í boði Djúpavogshrepps.
Fundargerð var lesin og undirrituð.
Fundi var slitið kl. 15:00.


Gauti Jóhannesson [sign.]
Hjalti Bergsson [sign.]
Björn Hafþór Guðmundsson [sign.]
Ólafur Valgeirsson [sign.]
Sigríður Bragadóttir [sign.]
Óðinn Gunnar Óðinsson [sign.]
Ragnhildur Indriðadóttir [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]
Pétur Sörensson [sign.]