Skip to main content

admin

Aðalfundur 2014

Fundurinn var haldinn í Löngubúð á Djúpavogi fimmtudaginn 6. nóvember. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru gerðar breytingar á stofnsamningi byggðasamlagsins. Björn Hafþór Guðmundsson tók sæti í stjórn safnsins.

Ólafur Valgeirsson formaður flutti skýrslu stjórnar en auk hans voru Pétur Sörensson og Ragnhildur Indriðadóttir í stjórn. Bára Stefánsdóttir forstöðumaður fór yfir ársreikning fyrir árið 2013 og fjárhagsáætlun 2015 sem var samþykkt af fulltrúm aðildarsveitarfélaganna.

Óverulegar breytingur voru gerðar á stofnsamningi byggðasamlagsins vegna nýrra laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 sem fella úr gildi lög um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985 sem áður var vísað til í stofnsamningi Héraðsskjalasafnsins.

Ný stjórn var kosin á aðalfundi SSA – Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 20. september:
Fyrir Fljótsdalshérað, Fljótsdalshrepp og Borgarfjarðarhrepp: Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður, Þórður Mar Þorsteinsson til vara.
Fyrir Fjarðabyggð: Björn Hafþór Guðmundsson aðalmaður, Elvar Jónsson til vara.
Fyrir Djúpavogshrepp, Breiðdalshrepp, Seyðisfjarðarkaupstað og Vopnafjarðarhrepp: Ólafur B. Valgeirsson aðalmaður, Þorbjörg Sandholt til vara.

Björn Hafþór tók sæti Péturs Sörenssonar í stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga eftir aðalfundinn. 

Hér má nálgast fundargerð aðalfundar.