Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 6.10.2014

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 6. október 2014
Fundurinn var haldinn á Gistihúsinu Egilsstöðum og hófst hann kl. 12:00.

Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Pétur Sörensson, Ragnhildur Indriðadóttir og Bára Stefánsdóttir. Ólafur stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá

1.    Endurskoðunarskýrsla 2013  
Endurskoðunarskýrsla, árituð af löggiltum endurskoðanda, lögð fram.
Stjórnarmenn gera ekki athugasemd við skýrsluna.

2.    Ársreikningur 2013  
Ársreikningur áritaður af löggiltum endurskoðanda hjá KPMG og kjörnum skoðunarmönnum lagður fram og undirritaður af stjórn og forstöðumanni.

3.    Fjárhagsáætlun 2015      
Var samþykkt af stjórn á síðasta fundi og hefur nú verið sett upp í viðurkennt form af KPMG. Fyrstu drög voru send til aðildarsveitarfélaga 26. maí.

4.    Aðalfundur 2014
Dagskrá aðalfundar á Djúpavogi 6. nóvember rædd.

5.    Önnur mál
Fundarmenn undirrita fundargerðir símafunda og önnur skjöl.

Bára segir frá ferð hennar og Magnhildar Björnsdóttur á ráðstefnu Félags héraðsskjalavarða í Vestmannaeyjum dagana 25.-26. sept. Meginefni fundarins voru ný lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Fundarmenn sendu mennta- og menningarmálaráðherra, fjárlaganefnd Alþingis og þjóðskjalaverði ályktun þar sem þess er krafist að framlag til héraðsskjalasafna úr ríkissjóði verði hækkað.

Fjármál safnsins, sýningar- og kynningarmál voru rædd. Enn er svigrúm til kaupa á tölvubúnaði og lagfæringa á tölvuumhverfi safnsins. Bára vinnur að uppsetningu sýningar um austfirska kvenljósmyndara sem er hluti af lokaverkefni hennar til MA prófs við Háskóla Íslands.

Næsti stjórnarfundur verður fyrir aðalfundinn á Djúpavogi 6. nóvember.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið um kl. 14:30.


Ólafur B. Valgeirsson [sign.]    
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign.]
Pétur Sörensson [sign.]     
Bára Stefánsdóttir [sign.]