Stjórnarfundur 9.12.2013
Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 9. desemeber 2013
Fundurinn var símafundur og hófst hann kl. 11:00.
Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Pétur Sörensson og Bára Stefánsdóttir.
Ólafur stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Samningur um endurskoðun
Fyrir fundinum lá uppfært ráðningarbréf frá Magnúsi Jónssyni hjá KPMG vegna endurskoðunar hjá Héraðsskjalsafni. Bréfið verður undirritað af formanni stjórnar og forstöðumanni.
2. Önnur mál
a) Stjórn ræddi kostnað við uppsetningu á nýjum netþjóni/server. Gert er ráð fyrir eins dags vinnu tölvumanns við að koma nýrri vél upp á safninu.
b) Stjórn hefur borist bréf frá Sigurjóni Bjarnasyni, stjórnarformanni Minjasafns Austurlands. Þar er komið á framfæri sameiginlegri ályktun stjórna Minjasafns og Héraðsskjalasafns frá marsmánuði 2010 um að Fljótsdalshérað, sem stærsti einstaki eigandi safnahússins á Egilsstöðum, beiti sér fyrir því að húseignin að Laufskógum 1 komist í eigu eins aðila.
c) Jólakort safnsins er að þessu sinni helgað Einari Braga.
d) Í dag barst til stjórnar Greinargerð um viðhald Safnahússins á Egilsstöðum á árinu 2013 (uppfærð 9. des. 2013) frá Unni Karlsdóttur, safnstjóra Minjasafns Austurlands. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 11:40.
Ólafur B. Valgeirsson [sign]
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Pétur Sörensson [sign]
Bára Stefánsdóttir [sign]