Stjórnarfundur 21.9. 2004
Fundur í stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga haldinn í húsnæði safnsins að Laufskógum nr. 1 á Egilsstöðum 21. september 2004.
Formaður setti fundinn og stjórnaði honum.
1. mál – Fjárhagsáætlun 2005
a) Launamál starfsmanna. Birni Aðalsteinssyni og Magnúsi Stefánssyni var falið á síðasta fundi að gera, tillögu um launamál starfsmanna og leggja fyrir stjórn.
...
Samþykkt var að hin nýju launakjör starfsmanna tækju gildi 1. nóvember næstkomandi og var Birni formanni falið að skrifa undir breyttan starfssamning við forstöðumann.
b) Viðhald húsnæðis.
Lagt er til að sérframlag kr. 900.000 komi til að standa undir hlut safnsins í málningu á safnahúsinu, utanhúss.
c) Geymsluhúsnæði
Forstöðumaður hefur skrifað stjórninni bréf um framtíðargeymsluhúsnæði safnsins en leigutími húsnæðisins á Eiðum rennur út 31. mars 2005. Forstöðumaður hefur áhuga á að skoða möguleika á að leigja nýtt húsnæði sem sniðið yrði frá upphafi að þörfum safnsins.
Forstöðumanni var falið að leita eftir framlengingu á samningi á Eiðum og jafnframt að kanna möguleika á framtíðarlausn skv. bréfi hans frá 25. ágúst sl.
d) Afgreiðsla fjárhagsáætlunar
Framlög sveitarfélaga eru framreiknuð um 3% og verða kr. 11.330.000, einnig er framlag til ljósmyndasafns framreiknað um 3% og verður kr. 402.000 frá báðum aðilum, Héraðsnefnd og Minjasafni. Kostnaður við húseignina er áætlaður kr. 1.350.000 en laun og launatengd gjöld kr. 6.625.000. Tekjuafgangur verður kr. 15.595.
Fjárhagsáætlunin var samþykkt einróma og vísast til hennar í fylgiskjali.
2. Önnur mál
a) Skýrsla Hrafnkels Lárussonar vegna vinnu við Ljósmyndasafn Austurlands. Forstöðumaður lagði skýrsluna fram til kynningar.
b) Aðalfundur fulltrúaráðs
Fundurinn verður haldinn á Berunesi í Berufirði og stefnt að fundartíma um mánaðamótin október-nóvember. Forstöðumanni var falið að finna heppilegan tíma í samráði við formann og fólkið á Berunesi.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið.
Magnús Stefánsson ritari [sign]
Björn Aðalsteinsson [sign]
Ólafur Valgeirsson [sign]
Jarþrúður Ólafsdóttir [sign]