Skip to main content

admin

Aðalfundur 2016

Aðalfundur Héraðsskjalasafnsins var haldinn 3. nóvember. Þar voru til umfjöllunar ársreikningur 2015, ársskýrsla 2015 og fjárhagsáætlun 2017.

Ólafur Valgeirsson formaður flutti skýrslu stjórnar en auk hans eru Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Björn Hafþór Guðmundsson í stjórn. Bára Stefánsdóttir forstöðumaður fór yfir ársreikning fyrir árið 2015 og fjárhagsáætlun 2017 sem var samþykkt af fulltrúm aðildarsveitarfélaganna. 

Hér má nálgast fundargerð aðalfundar 2016, skýrslur og áætlanir frá fundinum.

Að loknum aðalfundarstörfum var dagskrá í tilefni af 40 ára afmæli Héraðsskjalasafnsins. Hrafnkell Lárusson flutti erindi um sögu safnsins og nýr vefur var opnaður.