Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 20.5.2017

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 20. maí 2017

Fundurinn var símafundur og hófst kl. 12:30.
Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Bára Stefánsdóttir. Björn Hafþór Guðmundsson boðaði forföll. Ólafur stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Ársreikningur 2016
Drög að ársreikningi sýna 6,3 millj. kr. tap en áætlun gerði ráð fyrir 5,8 millj. kr. tapi (húsaleiga í Safnahúsi). Mismuninn má rekja til skönnunar á gömlum hreppsbókum en seinni styrkgreiðsla (600 þús.) sem verkefnið byggist á berst ekki fyrr en á árinu 2017.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

2. Fjárhagsáætlun 2018
Drög að fjárhagsáætlun gera ráð fyrir að tekjur verði 28,7 millj. og gjöld 34,6 millj. Framlög aðildarsveitarfélaga hækki um 4% milli ára og verði 24,7 millj. Rekstrarniðurstaða verði neikvæð um 5,8 millj. sem er sama fjárhæð og raunleiga í Safnahúsi.
Fjárhagsáætlun samþykkt.

3. Reglugerð um héraðsskjalasafn
Drög að reglugerð kynnt á fundi Þjóðskjalasafns Íslands 15. maí. Umsagnarfrestur er til 16. júní.
Málið er í vinnslu.

4. Ljósmyndasafn Austurlands
Greinargerð BS um ljósmyndasafnið unnin skv. beiðni frá stjórn SSA svo sambandið geti tekið afstöðu til þess hvort rétt sé að hækka framlagið til að mæta launaþróun síðustu ára. Greinargerðin verður lögð fyrir aðalfund SSA í haust. Ljósmyndasafnið er sérstök deild hjá skjalasafninu sem fær árleg framlög frá SSA, Minjasafni Austurlands og Héraðsskjalasafni.
Vinna við ljósmyndasafnið er 40% starf og greiðslur samningsaðila eiga að endurspegla það.

5. Önnur mál
a) Framhald verður á skönnun gamalla hreppsbóka í samvinnu við Skjalasafn Norðfjarðar. Verkefnið fær 2,7 millj. kr. á þessu ári í gegnum sjóð á vegum Þjóðskjalasafns Íslands.
b) LSR og Brú lífeyrissjóðir fara fram á viðbótariðgjald frá 1. júní vegna breytinga á fjármögnun sjóðanna og ábyrgð ríkisins. BS hefur mótmælt þar sem safnið er eingöngu rekið með framlagi frá sveitarfélögum og ríkinu. Lögfræðingur Sambands ísl. sveitarfélaga er sammála þeirri túlkun.
c) Arion banki hefur selt hús við Fagradalsbraut þar sem safnið hefur leigt skjalageymslu. Samningaviðræður við núverandi eiganda um áframhaldandi leigu standa yfir.
d) Sýning vegna 70 ára afmælis Egilsstaðabæjar verður opnuð í Sláturhúsinu 17. júní. Verkefnið er styrkt af Fljótsdalshéraði og unnið í samvinnu við Minjasafn Austurlands.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:50.

Ólafur B. Valgeirsson [sign.]    
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]