Stjórnarfundur 30.10.2017
Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 30. október 2017
Fundurinn var símafundur og hófst hann kl. 13:00.
Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Björn Hafþór Guðmundsson og Bára Stefánsdóttir. Ólafur stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Fjárhagsstaða 2017
Bára gerir grein fyrir stöðu mála. Húsaleiga vegna skjalageymslu verður hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Einnig þarf að breyta húsnæði vegna öryggis- og brunavarna. Gerir ráð fyrir tapi á árinu 2017.
Formanni og forstöðumanni falið að ganga frá húsaleigusamningi og greiðslum v. framkvæmda.
Héraðsskjalasafnið hefur haldið utanum tvo sjóði á sérstökum bankareikningum: Sóknarlýsingarsjóður og Benediktssjóður, samtals um 130 þús. Sjóðum þessum fylgja engar kvaðir.
Stjórn samþykkir að reikningunum verði lokað og fjárhæð færð á aðal bankareikning safnsins.
2. Fjárhagsáætlun 2018
Rekstrarframlög hækka frá áætlun sem var send til sveitarfélaga eftir stjórnarfund í maí. Ástæðan er hærri húsleiga í aukaskjalageymslu. Einnig hækkar mótframlag í Brú lífeyrissjóð úr 11,5% í 16%. Gert er ráð fyrir að rekstrarframlög sveitarfélaga verði 25,6 millj. kr.
3. Ársskýrsla 2016
Skýrslan lögð fram til kynningar. Engar athugasemdir gerðar.
4. Önnur mál
a) Aðalfundur verður á Skriðuklaustri í Fljótsdal fimmtudaginn 23. nóvember kl. 14.
b) Fjárhagsnefnd SSA hefur samþykkt að hækka framlag til Ljósmyndasafns Austurlands á árinu 2018 sbr. greinargerð sem var rædd á stjórnarfundi Héraðsskjalasafns 20. maí og samþykkt aðalfundar SSA 29.-30. september. Stjórn Minjasafns Austurlands samþykkti hækkun á fundi 5. september með fyrirvara um að framlög sveitarfélaga til Minjasafnsins verði eins og fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir. Stjórnin bendir á að æskilegt væri að skoða að nýju samning um Ljósmyndasafnið.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:00.
Ólafur B. Valgeirsson [sign.]
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign.]
Björn Hafþór Guðmundsson [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]