Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 23.4.2018

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 23. apríl 2018

Fundurinn var símafundur og hófst hann kl. 15:30.
Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Björn Hafþór Guðmundsson og Bára Stefánsdóttir. Ólafur stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Drög að ársreikningi 2017
Drög sýna 5,7 millj. kr. tap en áætlun gerði ráð fyrir 5,8 millj. kr. tapi (húsaleiga í Safnahúsi).

2. Drög að fjárhagsáætlun 2019
Áætlun gerir ráð fyrir 5,8 millj. kr. tapi. Rekstrartekjur verði 40,6 millj. og rekstrargjöld 46,4 millj. Bætt verði við starfsmanni í 1 stöðugildi.
Stjórn samþykkir að leggja áætlunina fyrir aðildarsveitarfélög safnsins.

3. Drög að rekstrarframlögum 2019
Gert er ráð fyrir að framlög aðildarsveitarfélaga verði 34,9 millj. kr. Breiðdalshreppur mun sameinast Fjarðabyggð síðar á þessu ári. Sveitarfélög sem standa að safninu verða því 7 á árinu 2019.
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi drög.

4. Varðveisla gagna frá Norðfirði
Lagt fram bréf frá Fjarðabyggð þar sem óskað er eftir að gögn frá Neskaupstað, Norðfjarðarhreppi og Neshreppi sem eru geymd á Héraðsskjalasafni Austfirðinga verði afhent Skjala- og myndasafni Norðfjarðar svo þar verði til heildstætt safn norðfirskra heimilda.
Stjórn tekur vel í erindið svo fremi sem Héraðsskjalasafn Austfirðinga beri engan kostnað af skráningu eða flutningum umræddra gagna og að varðveisluskilyrði þeirra verði ekki verri á nýjum geymslustað.
Björn Hafþór sat hjá við afgreiðslu málsins vegna setu í menningar- og safnanefnd Fjarðabyggðar.

5. Önnur mál
a. Öll aðildarsveitarfélögin hafa samþykkt að greiða viðbótarframlag til safnsins vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð. Reikningar verða sendir út í byrjun maí.
b. Héraðsskjalasafnið hefur fengið 2 millj. kr. styrk ásamt Skjala- og myndasafni Norðfjarðar til að halda áfram að mynda gamlar hreppsbækur og birta þær á netinu. Verktakar munu sjá um verkið.
c. Safnið tekur þátt í 3 sýningum á árinu í samstarfi við hin söfnin í Safnahúsinu og fleiri aðila. Umhverfing, myndlistarsýning eftir listamenn á Fljótsdalshéraði, verður opnuð 17. júní. Austfirskt fullveldi, samstarfsverkefni safna og stofnana á Austurlandi undir forystu Austurbrúar í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands, verður einnig opnað á þjóðhátíðardaginn í formi sýningar og vefs. Kona á skjön, sýning um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi, verður opnuð í haust.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:30.

Ólafur B. Valgeirsson [sign.]    
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign.]
Björn Hafþór Guðmundsson [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]