Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 12.11.2018

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 12. nóvember 2018

Fundurinn var símafundur og hófst hann kl. 13:00.
Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Björn Hafþór Guðmundsson og Bára Stefánsdóttir. Ólafur stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2019
Fyrstu drög fjárhagsáætlunar voru send til sveitarfélaga 14. maí 2018. Minnt var á áætlunina 20. ágúst. Enn hefur aðeins borist formlegt svar frá einu sveitarfélagi, Fljótsdalshreppi.
Stjórn samþykkti á fundi 29. október að leggja fyrrnefnda áætlun fyrir aðalfund safnsins þann 19. nóvember. Gert er ráð fyrir að bætt verði við starfsmanni í 1 stöðugildi. Rekstrarframlög verði 34,9 millj. kr. Í ljósi ábendinga um að Fljótsdalshérað muni ekki samþykkja framlagða beiðni verður til samanburðar lagðar fram tölur þar sem gert er ráð fyrir viðbótarstarfsmanni í hálft stöðugildi.
Vegna þess hve svör berast seint frá aðildarsveitarfélögum safnsins verður ekki hægt að senda aðalfundargögn með tveggja vikna fyrirvara eins og kveðið er á um í stofnsamningi. Á aðalfundinum verður því leitað samþykkis fulltrúa á því að fundurinn teljist löglegur þrátt fyrir þessa stöðu.

2. Önnur mál
a. Skjalageymsla við Fagradalsbraut.
Formaður stjórnar og forstöðumaður hafa átt fundi með leigusala vegna aukins raka í húsnæðinu. Húseigandi ætlar að setja upp loftræstingu í geymslurýminu. Mikilvægt er að tekið verði tillit til brunavarna í þeirri framkvæmd.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:50.

Ólafur B. Valgeirsson [sign.]    
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign.]
Björn Hafþór Guðmundsson [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]