Skip to main content

admin

Framhaldsaðalfundur 14.12.2018

Framhaldsaðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga árið 2018

Haldinn í fundarsal Fljótsdalshéraðs föstudaginn 14. desember. Fundurinn hófst kl. 13:00.

Formaður stjórnar, Ólafur B. Valgeirsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Ólafur stakk upp á Stefáni Bragasyni sem fundarstjóra og var sú tillaga samþykkt.
Báru Stefánsdóttur var falið að rita fundargerð.

Fulltrúar sveitarfélaga á fundinum voru:
  Borgarfjarðarhreppur:           enginn fulltrúi
  Djúpavogshreppur:               Þorbjörg Sandholt
  Fjarðabyggð:                         Karl Óttar Pétursson
  Fljótsdalshérað:                    Óðinn Gunnar Óðinsson
  Fljótsdalshreppur:                 umboð til fulltrúa Fljótsdalshéraðs
  Seyðisfjarðarkaupstaður:      umboð til fulltrúa Fljótsdalshéraðs
  Vopnafjarðarhreppur:           enginn fulltrúi

Á dagskrá var að afgreiða fjárhagsáætlun sem var frestað á aðalfundi 19. nóvember.

Dagskrá:

1. Afgreiðsla fjárhagsáætlunar 2019

Forstöðumaður lagði fram fjárhagsáætlun sem miðar við 5% hækkun framlaga á milli ára. Fjarðabyggð lagði fram bókun um ástæðu þess að ekki var hægt að verða við beiðni um hærri framlög:
„Fjarðabyggð vill að það sé fært til bókar að sveitarfélagið hefur sett af stað vinnu við að fara yfir skjalavistunarmál sveitarfélagsins. Fjarðabyggð áskilur rétt til að skoða allar leiðir til lausna í þeim málum. Með tilkomu lagabreytinga er varða persónuvernd sem og aukið umfang skjala í umsjá sveitarfélagsins telur sveitarfélagið nauðsynlegt að meta vistun skjala heildstætt. Fjarðabyggð mun tilkynna niðurstöðu þessarar vinnu fyrir næsta aðalfund Héraðsskjalasafns Austurlands.“
Áætlunin samþykkt einróma.

2. Önnur mál
Umræður um hlutverk Héraðsskjalasafnsins og kröfur til þess.

Fundargerð lesin upp og undirrituð af fundarstjóra og fundarritara.
Fundi slitið klukkan 14.

Stefán Bragason [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]