Stjórnarfundur 3.6.2019
Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 3. júní 2019
Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu á Egilsstöðum og hófst hann kl. 16:00.
Mættar voru: Anna Margrét Birgisdóttir, Þorbjörg Sandholt og Bára Stefánsdóttir.
Anna stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Drög að ársreikningi 2018
Drög að ársreikningi lögð fram til kynningar og fyrri umræðu.
2. Fjárhagsáætlun 2020
Áætlun gerir ráð fyrir 5,8 millj. kr. tapi (sama og reiknuð leiga í Safnahúsi). Rekstrartekjur verði 42 millj. og rekstrargjöld 47,9 millj. Framlög sveitarfélaga verði 36,2 millj.
Stjórn samþykkir að leggja áætlunina fyrir aðildarsveitarfélög safnsins.
3. Starfsmannamál
Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að bætt verði við starfsmanni í 1 stöðugildi.
4. Önnur mál
Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og Njörður Sigurðsson sviðsstjóri hjá Þjóðskjalasafni Íslands (ÞÍ) heimsóttu safnið 9. maí. Rekstraraðilar Héraðsskjalasafnsins þurfa fyrir 31. október 2019 að senda ÞÍ tímasetta áætlun um hvernig staðið verði að úrbótum á þeim atriðum sem gerðar voru athugasemdir við í skýrslu ÞÍ um starfsemi Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Skýrslan var lögð fyrir stjórnarfund 20.2.2019.
Stjórn felur Báru að gera úrbótaáætlun sem verði lögð fyrir næsta stjórnarfund.
Héraðsskjalaverðir á Norður- og Austurlandi eru að skoða hvaða möguleikar eru á samstarfi safnanna varðandi rafræna skjalavörslu og langtíma varðveislu rafrænna gagna.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:00.
Anna Margrét Birgisdóttir [sign.]
Þorbjörg Sandholt [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]