Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 23.9.2019

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 23. september 2019

Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu á Egilsstöðum og hófst hann kl. 16:30.
Mætt voru: Anna Margrét Birgisdóttir, Helgi Bragason, Þorbjörg Sandholt og Bára Stefánsdóttir.
Anna stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Ársreikningur og endurskoðunarskýrsla 2018
Endurskoðunarskýrsla lögð fram til kynningar og ársreikningur tekinn til seinni umræðu.
Ársreikningur undirritaður.

2. Eftirlitsskýrsla Þjóðskjalasafns
Bára gerir grein fyrir stöðu málsins.
Afgreiðslu frestað til næsta stjórnarfundar.

3. Önnur mál
Breyting á stjórn: Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir tekur sæti varamanns í stað Berglindar Häsler fyrir Djúpavogshrepp, Seyðisfjarðarkaupstað og Vopnafjarðarhrepp.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:00.

Anna Margrét Birgisdóttir [sign.]
Helgi Bragason [sign.]
Þorbjörg Sandholt [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]