Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 9.12.2020

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 9. desember 2020

Fundurinn var fjarfundur og hófst kl. 16:30.

Mætt voru: Anna Margrét Birgisdóttir, Helgi Bragason, Þorbjörg Sandholt og Bára Stefánsdóttir. Anna stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Undirbúningur aðalfundar

Tekin fyrir beiðni um að aðalfundur þann 11. desember verði haldinn í fjarfundi.

Stjórn samþykkir að fundarmenn hafi val um að taka þátt í fjarfundi eða mæta á fundarstað.
Báru falið að senda út nýtt fundarboð þar sem þessi breyting kemur fram og boða einnig til fjarfundar í gegnum tölvu.

2. Önnur mál

Rætt um þá hefð hjá Héraðsskjalasafninu að gefa út prentað jóla- eða áramótakort með fróðleik. Stjórn tekur undir að hætt verði að gefa út prentuð jólakort þrátt fyrir að eftirsjá sé af útgáfunni. Fyrsta kortið komið út árið 1978 eða tveimur árum eftir stofnun Héraðsskjalasafnsins og það síðasta verður gefið út í þessum mánuði. Eldri kort eru aðgengileg á vef safnsins.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:05.

Anna Margrét Birgisdóttir [sign.]
Helgi Bragason [sign.]
Þorbjörg Sandholt [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]