Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 8.4.2021

Stjórnarfundur hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga bs. 8. apríl 2021

Fundurinn hófst klukkan 14:30 og var haldinn í gegnum fjarfundabúnað.

Mætt voru: Anna Margrét Birgisdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson, Gunnþórunn Ingólfsdóttir,
Helgi Bragason og Bára Stefánsdóttir. Anna stjórnaði fundi og viðtölum og Bára var ritari.

Dagskrá:

1. Undirbúningur fyrir starfsviðtöl

Farið var yfir skipulag viðtala og spurningalista.


2. Viðtöl við umsækjendur

Þrír umsækjendur komu í viðtal í gegnum fjarfundabúnað.

3. Ákvörðun um val á forstöðumann

Stjórn samþykkti einróma að Stefán Bogi Sveinsson verði næsti forstöðumaður Héraðsskjalasafns.
Fráfarandi forstöðumanni var falið að láta aðra umsækjendur vita um niðurstöðuna.

3. Önnur mál

Bára lýkur störfum 31. maí en mun aðstoða Stefán við að komst inn í starfið fyrir þann tíma.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:15.


Anna Margrét Birgisdóttir [sign.]
Bjartur Aðalbjörnsson [sign.]
Gunnþórunn Ingólfsdóttir [sign.]
Helgi Bragason [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]