Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 29. mars 2022

Fundur í stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga
Haldinn á Teams 29. mars 2022 kl. 18:00

Mætt voru: Anna M. Birgisdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Bjartur Aðalbjörnsson og Stefán Bogi Sveinsson, forstöðumaður, sem ritaði fundargerð.
Gunnþórunn Ingólfsdóttir og Helgi H. Bragason boðuðu forföll.

1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerðin var staðfest með tölvupósti og hún birt á heimasíðu safnsins.

2. Starfsmannamál 2022
Forstöðumaður fór yfir nokkur atriði sem tengjast starfsmannamálum safnsins. Fyrir liggur að einn starfsmaður mun hætta störfum 30. apríl og verða þá þrír starfsmenn í fullu starfi hjá safninu. Ekki er gert ráð fyrir að ráða fleiri til safnsins út þetta ár, nema forsendur breytist verulega.
Einnig var farið yfir þróun launaáætlunar, en laun hafa hækkað nokkuð í ársbyrjun og er það umfram það sem áætlað var við gerð fjárhagsáætlunar.
Forstöðumaður kynnti fyrirkomulag umsaminnar vinnustyttingar forstöðumanns safnsins fyrir yfirstandandi ár. Stjórn samþykkir fyrirkomulagið.

3. Fjármál 2022
Farið var yfir fjárhagsstöðu safnsins og fjárflæði fyrstu þrjá mánuði ársins. Forstöðumaður kynnti tillögu þess efnis að hækka yfirdráttarlán í viðskiptabanka safnsins.
Stjórn samþykkir að heimila forstöðumanni að hækka yfirdráttarheimild í kr. 4.000.000, sem greiða skuli að mestu niður á árinu.

4. Önnur mál
a) Fundir stjórnar: Samþykkt var að boða til næsta fundar í stjórn safnsins mánudaginn 25. apríl kl. 17:30 og verði hann á Teams. Næsti fundur þar á eftir verði haldinn kringum mánaðamót maí og júní og verði staðfundur.

Fleira var ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18:30.
Í lok fundar var farið yfir fundargerðina, hún staðfest og verður hún birt á heimasíðu safnsins.

Anna Margrét Birgisdóttir [sign]
Bjartur Aðalbjörnsson [sign]
Stefán Bogi Sveinsson [sign]